- Starfsfólk -

Hjá Garðari best vinnur lipurt og gott starfsfólk sem sinnir af alúð þeim störfum sem því er fólgið að inna af hendi hverju sinni. Vandvirkni og dugnaður eru okkar einkunnarorð og við fylgjum þeim eftir og berum hag viðskiptavina okkar fyrir brjósti, bæði í orði og á borði.

Starfsmannavelta er lítil og sama starfsfólk vinnur hjá okkur ár eftir ár og það þykir okkur vænt um og með því náum við fram ákveðnum stöðugleika í gæðum vinnu okkar.

Hafir þú fyrirspurn(ir) er best að beina slíku til okkar geðþekka framkvæmdastjóra sem nefndur er hér að neðan.

Ps. Þess ber þó geta að þetta er ritað af framkvæmdastjóranum sjálfum og dregur það síst úr gildi lýsingarorðsins "geðþekkur" hér að ofan.

Bjarni Jóhann Þórðarson
framkvæmdastjóri

Netfang: bjarni@gardarbest.is

Sími: 698-9334