- Áburður & eitranir -

Áburður

Það getur verið gott, ef ekki nauðsynlegt að dreifa áburði á gras að vori, um mitt sumar og jafnvel síðsumars til að viðhalda góðri sprettu og fallegum grænum lit. 

Gæta verður þess þó að vökva garðinn fljótlega eftir áburðargjöf, nú eða að það rigni hressilega í kjölfarið, því áburðinn getur haft skaðleg áhrif á grasið komi bleyta ekki við sögu tiltölulega fljótlega eftir dreifingu hans og það brunnið og orðið gult.

Eitranir

Hér erum við að tala um arfaeitur sem er hægt að fá missterkt.  Það sterkasta dugir í allt að 2 - 3 sumur sé því dreift yfir hreinsað beð (beð sem er laust við arfa).


Í slíkt beð er þá ekki hægt að gróðursetja sumarblóm og viðkvæmari plöntur þar sem eitrið kemur í veg fyrir vöxt þeirra.  Séu slíkar plöntur  hinsvegar ekki í beðinu þá er þetta góð lausn til að halda aftur af arfa til lengri tíma.  Vægari eiturblöndur er einnig hægt að fá þannig að gróðursetning viðkvæmari plantna sé möguleg en þá þarf að eitra örar og áhrifin vara skemur.

Við eitrum einnig fyrir fíflum í grasi, mosa, illgresi og öðrum öðrum óboðnum gestum sem skjóta rótum víða og er það gert með eitri í fljótandi formi og gert eftir kúnstarinnar reglum.