- Trjáfellingar -

Það geta verið margar ástæður fyrir því að fella þarf tré.  Sum tré skyggja á sólu, önnur eru með greinar slútandi inn á gangstéttir og sum hafa vaxið inn á bílastæðin og þrengja að.

Þegar þröngt er um tré til að falla er betra að hafa öryggið í fyrirrúmi og kunnum við ýmis ráð til þess enda viljum við síður að tré falli á bíla eða hús viðskiptavina okkar eðli málsins samkvæmt.  Hér ofan- og neðan við má sjá nokkur dæmi um trjáfellingar sem við höfum framkvæmt. 

Hér höfum við fellt tvær aspir sem voru farnar að verða til vandræða vegna umsvifamikils rótarkerfis sem hafði eyðilagt drenlagnir.  Eins og sjá má felldum við trén, bútuðum þau niður og fluttum á brott eftir að hafa þrifið allar greinar og sag vandlega í burtu áður. 

Bolina sem eftir stóðu eitruðum við svo eftir að hafa borað í þá og bjuggum um fyrir veturinn og leyfum eitrinu að vinna sína vinnu svo ræturnar drepist á endanum og eyðileggi ekki meira út frá sér.

 Allt hreint og fínt eftir mikil átök.

Að gefnu tilefni  bendum við á að við leggjum metnað okkar í að hirða og ganga vel frá eftir okkur þannig að greinar og lauf séu ekki á víð og dreif að vinnu lokinni. 

Óski viðskiptavinir eftir því að fá tré eða stórar greinar sagaðar í eldivið bregðumst við ávallt vel við því og höfum bjargað ófáum aðilanum myndarlegum birgðum eldiviðar í arininn eða kamínuna.

Hér má svo sjá háar og miklar aspir sem gerðu íbúum hússins lífið leitt og hvernig var umhorfs eftir fellingu þeirra. Þessar aspir hafa verið milli 20 og 25 metra háar, hærri en húsið sjálft eins og sjá má eilítið neðar... Veitið athygli stiganum og starfsmanninum þar efst í góðum gír! 

Annað sjónarhorn:

 Svo er að sjá hver afraksturinn varð...

Töfrum líkast!

Allt horfið og komið inn í bíl á leið til förgunar...