- Gróðursetningar -

Vetrargróðursetningar eru valkostur, svo framarlega að jörð sé ekki gegnfrosin og hægt að gera heilmargt skemmtilegt með notkun jarðvegsdúks, steina af ýmsum stærðum, gerðum og litum, ásamt því að planta gróðri sem tekur við sér sumarið eftir ásamt auðvitað fjölmörgum sígrænum tegundum.  Lauka má einnig setja niður sem koma svo upp í vor sbr. myndirnar að neðan...

Við gróðursetjum allar gerðir af plöntum og gróðri. Sumarblóm, haustlauka, vorlauka, runna og tré svo eitthvað sé nefnt. Við útvegum áburð og mold og plöntum eftir kúnstarinnar reglum.  Það má svo sannarlega blása nýju lífi í gamlar eða útbrunnar glæður með því að gróðursetja eitthvað fallegt.  Við veitum ráðgjöf og hjálpum til með hugmyndir þar sem þess er óskað enda hugmyndaríkt fólk....

Hér að neðan má sjá myndir af gróðursetningu túlípana að hausti og svo hvernig uppskeran varð vorið eftir: 

Byrjað frá grunni, mold grafin burtu til að rýma fyrir laukunum...

Þolinmæðis og nákvæmnisvinna - laukunum raðað eftir útreikningum reiknimeistaranna (okkar sjálfra)....

Eitt beð (af 8) klárt þónokkru síðar, nokkuð vel raðað bara!

Moldin komin yfir laukana og svo bara beðið zzz zzz zz z.....

Viti menn!!  Eftir að hafa beðið þolinmóðir eftir upprisu, litu beðin átta svona út í maí vorið eftir, gullfalleg á að líta og við strákarnir sem gerðum þetta bara ansi montnir!!

Hér eru önnur sjónarhorn og útkoman verður að segjast eins og er alveg virkilega falleg!!  Nákvæmnisvinna nóvembermánaðar hefur skilað sér og allir ánægðir.