- Garða og lóðahönnun -

Við tökum að okkur allskonar verkefni við umbreytingar á görðum.  Við breytum og bætum, stækkum og minnkum, tökum burt og bætum í, sléttum eða búum til hóla og hæðir, útvegum stórgrýti eða smágrýti svo eitthvað sé nefnt.

Það er oft hægt að gjörbreyta lúnum garði með ekki alltof miklum tilkostnaði!

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá verkum okkar:

Hér þurftum við að fjarlægja gamlan sandkassa með gömlum sandi í sem allir voru hættir að leika sér í....

Við losuðum mestan sandinn áður en við tókum kassann í sundur en þá stóð eftir þessi annars fína ferhyrnda hola..

Eftir nokkur skóflutök og allnokkrar hjólböruferðir vorum við klárir í að klára að laga til eftir sandkassamissinn....

Við bættum við smá dassi af mold svo þökurnar þrífist og eigi gott líf fyrir höndum, sléttum moldina og lögðum svo þessar fínu þökur yfir....  

Nánar tiltekið svona.....

Wollahh.... að endingu eins og nýtt (enda nýtt svosem).

Næst skoðum við garð með stórum steinahellum sem höfðu sigið mikið.  Hér  er allt orðið grasi vaxið og hellurnar ekki jafn mikil prýði og forðum daga.....  Hvað gætum við gert til að bæta útlit garðsins?

Sagði einhver grafa?  Góð hugmynd!  Gröfum aðeins frá steinunum og sjáum hvað gerist, forvitnilegt!

Ef þið eruð að hugsa "ojjjj" núna, þá eru það einmitt svipuð viðbrögð og við fengum frá heldri konunni sem við vorum að vinna verkið fyrir á þessu stigi..  Hún nefnilega áttaði sig ekki alveg á hvað ég var að meina þegar ég útskýrði fyrir henni hugmynd mína og leist víst ekki of vel á blikuna...

.... og lái henni það hver sem vill, allt útgrafið og tjahh, hvað á ég að segja... ekki svo flott  :(

Allt sundurgrafið og lítt aðlaðandi!

Uss uss, líst mér á það, grenjandi rigning og einmitt fyrir neðan þessa stóru steina var það venjan að safnaðist svaka pollur þegar rigndi, þó það væru aðeins litlar skúrir þar sem halli lóðarinnar er þannig að regnvatn virtist enda þarna...  Ekki spennandi, þannig að við grófum hjáleið og veittum vatninu í annan farveg.  En það eitt og sér er ekki smart heldur og jafnvel varasamt m.t.t. barna að leik að hafa 50 cm djúpar vatnsholur í garðinum sínum....   Hmmmm! 

Vá, frábær hugmynd!!  Auðvitað fyllum við upp í hjáleiðina með smágrýti, þó það stóru að vatnið smjúgi á milli og komist sína leið á endastöð.  Um leið hurfu tvær 50 cm djúpar holur ásamt mögulegri hættu sem þeim hefði fylgt gagnvart litlum börnum, yrðu þær fullar af vatni.....  Nú er þetta farið að skána aðeins og brúnin á eiganda hússins eilítið farin að lyftast!

Jájá, þetta er allt annað...... veitið athygli hversu vel steinahellurnar eru komnar upp og hvað þær eru orðnar voldugar og stæltar miðað við hvernig þær litu út á upphafsmyndunum.....

Ekki það að okkur þyki þetta svona flott en getur verið að þetta sé tekið á "steinahellulistasfani"? Ætli slíkt sé til??

Flatt Stonehange?  Fyrir þá sem ekki vita hvað Stonehange er bendi ég á alfræðiorðabækur nú eða bara google.

Já..... flatt er það bæði og flott!  :-)

Soddan...... Jæja, komið kaffi!

.. æ já, leigðum reyndar þyrlu fyrir þessa mynd fyrir kaffið.....  Jæja ókei, þessa tókum við af svölum eigandans (sem var hæstánægður með okkur og verkið) .... eftir kaffi! :-)