- Um fyrirtækið -

Garðar best ehf. er upphaflega stofnað í júní 2006. Áður en einkahlutafélagið var stofnað hafði þó rekstur verið í gangi í einni eða annarri mynd alveg frá árinu 1988 þó ekki hafi verið komið til formlegt nafn eða skráð kennitala strax.

Upphaflega voru umsvifin mikil í Vesturbæ Reykjavíkur og gekk stofnandi fyrirtækisins þá jafnan með slátturvél og orf á milli garða á sitthvorri öxlinni (ekkert bílpróf þegar þarna er komið við sögu). Eftir því sem árin hafa liðið hefur starfsemin svo breitt úr sér um allt stór höfuðborgarsvæðið og eigum við traustan hóp viðskiptavina á öllum svæðum þess, þ.e. á Seltjarnarnesi, í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi og Mosfellsbæ.

Við höfum að auki tekið að okkur verkefni á Suðurlandsundirlendinu, Suðurnesjunum og Vesturlandi.  Við skoðum flest og reynum að sinna því sem beðið er um hverju sinni.

Okkur hefur haldist vel á okkar viðskiptavinum gegnum árin og hafa langflestir þeirra fylgt okkur eftir fyrstu kynni og þeir elstu verið með okkur alveg frá 1988, eða í 30 ár, og eru það líklega okkar bestu meðmæli.

Við höfum alltaf reynt að halda góðu og persónulegu sambandi við viðskiptavini okkar og hefur það verið einn af hornsteinum þess að halda viðskiptavinum hjá okkur ár frá ári. Það dugir þó ekki eitt og sér að veita persónulega þjónustu, hún þarf einnig að vera vel af hendi innt.

Ég held að okkur hafi tekist bærilega til því eigum við marga góða meðmælendur sem við höfum unnið hin ýmsu verk fyrir, allt frá garðslætti, trjáklippingum, þökulögnum, beðahreinsunum og smíðum margs konar til vetrarverka eins og snjómoksturs (minni og meðalstórra svæða) og jólaseríuuppsetninga í nóvember og desember. Við gerum semsagt flest sem þarf að gera í garðinum, ef ekki allt...

Vélar og tæki okkar eru fyrsta flokks og starfsólk Garða(rs) best er orðið reynslumikið og hefur til að mynda sumarstarfsfólkið okkar komið til vinnu ár eftir ár og er góð auglýsing fyrir okkur þar sem það stendur sig með prýði og vinnur verkin af natni og alúð og er þægilegt og kurteist í viðmóti eins og vera ber.

Nú er það svo þitt / ykkar að láta á þjónustu okkar reyna, við erum fær í flestan sjó......

F.h. Garða(rs) best ehf,

Bjarni J. Þórðarson
Framkvæmdastjóri og stofnandi