- Garðsláttur -

Garðslátturinn hefur fylgt okkur allt frá byrjun.  Við höfum mikla reynslu af því að slá afar mismunandi svæði, allt frá sléttum fjölbýlishúsagörðum til snarbrattra brekkna og allt þar á milli.

Við leggjum gríðarlega áherslu á að sláttur sé vel framkvæmdur og lóðirnar líti vel út eftir slátt.  Þetta á bæði við um áferðina eftir sláttinn sjálfan sem og fráganginn.  

Við skiljum ekki eftir gras á stéttum, bílastæðum eða í beðum heldur hirðum við það með okkur eftir vandlega hreinsun.

Stundum eru hlutir á lóðunum þegar við  mætum að slá  eins og trampólín, kerrur og tjaldvagnar.  Við færum þá til eftir bestu getu svo framarlega þeir séu færanlegir svo ekki verði skildir eftir stórir óslegnir blettir sem svo standa út af þegar hlutirnir eru færðir úr stað af eigendum sínum, kannski daginn eftir slátt.  

Við göngum svo frá hlutunum á sinn stað eftir að hafa slegið undir þeim.  Allir fletir slegnir, engir grastoppar sem stinga í augu og allt eins og það á að vera og garðurinn ilmandi ferskur eftir sláttinn!

Allt slétt og fellt, nákvæmnin og vandvirknin í fyrirrúmi.