Jólaskreytingar

Það er ýmislegt hægt að gera þegar kemur að því að skreyta garðinn, húsið, blokkina eða fyrirtækið og margt skemmtilegt í boði.  Ef þú átt skreytinguna en vantar einhvern til að klifra upp í tré eða þessvegna vinna í enn meiri hæð (sem þú kærir þig ekki um að komast í sjálf/ur) getum við í flestum tilvikum bjargað því.  Við notum þau áhöld sem þarf, hvort sem það er stigi eða vinnulyfta svo eitthvað sé nefnt. 

Við reynum einnig að aðstoða fólk eftir bestu getu með það hvaða ljós eða skreytingar gætu komið til greina á hverjum stað og sækjum ljósin/skreytingarnar þessvegna í hinar og þessar verslanir fyrir viðskiptavini okkar sé þess óskað. 

Það kostar ekkert að fá okkur í heimsókn og kíkja á aðstæður þannig að það er velkomið að hafa samband og taka púlsinn hvenær sem er, við erum snöggir á staðinn...

Sendið okkur línu á gardarbest@gardarbest.is eða hringið í síma 698-9334 og fáið frekari upplýsingar...