- Trjáklippingar -

Hjá okkur færðu fyrsta flokks þjónustu við snyrtingu trjáa, runna og annars gróðurs.

Við komum og tökum garðinn í gegn, einstaka runna og / eða tré, allt eftir þörfum. Við leggjum mikið upp úr frágangi og kappkostum að hirða vel það sem til fellur við vinnu okkar hvort sem um er að ræða greinar sem liggja í runnabeðunum / inn á milli í runnunum (sem er mjög algengt að sjá en þær greinar visna fljótt og verða ljótar) eða á stéttum / grasi þar sem klippt hefur verið.

Algengt er að fólk láti fella tré sem skyggja á sólu eða snyrta greinar sem slúta yfir gangstéttir / út á bílastæði og skapa slysa eða tjónahættu.  Við höfum snyrt, klippt og fellt við hinar ýmsu aðstæður og erum flestu vön.  Fyrirspurnir er best að senda á netfang okkar, gardarbest@gardarbest.is eða að hringja í síma 565 1400.

Við sópum svo og blásum stéttar og önnur svæði þar sem greinar eða lauf hafa fallið og skiljum snyrtilega við okkar verk.  Stundum óska viðskiptavinir að fá felld tré eða þykkar greinar sagaðar í eldivið og höfum við bjargað mörgum um góðar birgðir í arininn eða kamínuna, minnsta málið og sjálfsagt!

Þjónustu okkar getið þið pantað með því að senda okkur póst á gardarbest@gardarbest.is eða með því að hringja í sima 565 1400.